UM YOGA LÍF

Yoga Líf var stofnað í desember 2017 og hefur verið starfrækt síðan þá. Stofnandi Yoga Lífs er Vilborg Anna Hjaltalín sjúkraþjálfari, Pilates og Yoga kennari. Yoga Líf hóf starfsemi sína í Ármúla 5 en nú í haust 2019 flutti Yoga Líf í nýrra og betra húsnæði í Hamraborg 10 í Kópavogi. 

Góð heilsa er lykillinn að hamingju og vellíðan. Til að öðlast góða heilsu þarf að hlúa að og næra bæði hugann, líkamann og sálina. Yoga og Pilates er góð leið til að samtvinna þessa þætti. Auk þess að gefa okkur sterkan og mjúkan líkama gefur iðkun þess okkur meiri orku, innri ró og betri jarðtengingu.

Nánast allir geta iðkað yoga og Pilates þar sem hægt er að fara á sínum eigin hraða og getu í gegnum æfingarnar. Við hjá Yoga Líf erum með fjölbreytt námskeið í boði og ættu flestir að geta fundið námskeið sem hentar.

Okkar markmið er að breiða út boðskapinn, „yogavæða“ sem flesta því við höfum fundið hvað yoga og Pilates hefur gert mikið fyrir okkur.

Munið að við eigum að vera stjórnendur í okkar eigin lífi og getum valið þá leið sem við viljum fara í lífinu. Yoga og Pilates getur hjálpað okkur að verða besta útgáfan af okkur sjálfum.