FRÉTTIR

06.10.2021

Það er skemmtilegt viðtal við Vilborgu Önnu Hjaltalín eiganda Yoga Lífs í Kópavogspóstinum í dag. Þar sem hún talar um upphafið af stofnun Yoga Lífs og fer vel yfir þann ávinning sem hlýst af því að rækta líkama, hug og sál með reglulegri ástundun á Yoga og/eða Pilates. Smellið HÉR til að sjá viðtalið í heild sinni.

Viðtal við Vilborgu Önnu eiganda Yoga Lífs í Kópavogspóstinum.

13.09.2021

VIÐ ERUM Í SKÝJUNUM YFIR FRÁBÆRRI ÞÁTTTÖKU Á OPNA HÚSINU UM HELGINA!

Dagskráin var fjölbreytt og boðið var upp á 8 fría kynningartíma og var nánast fullt í þá alla.  Það voru margir sem nýttu sér kynningarafsláttinn og skráðu sig á námskeið en Yoga Líf hefur upp á að bjóða fjölmörg spennandi námskeið þessa haustönnina. Þeir sem mættu á Opna húsið gátu tekið þátt í happdrætti með því að setja nafnið sitt í pott en tveir heppnir þátttakandur voru dregnir út og fengu gjafabréf að eigin vali. Það voru þær Sigrún Edda og Margrét sem voru heppnar að þessu sinni og óskum við þeim innilega til hamingju og hlökkum til að yogast með þeim fljótlega.

Það er margt að gerast hjá Yoga Líf þessa vikuna en fjögur ný námskeið hefjast þriðjudaginn 14. september og ennþá er hægt að tryggja sér pláss!

* Hádegis Pilates fyrir alla:  Byrjendur jafnt sem lengra komna. Pilates styrkir, bætir og liðkar líkamann.  Um að gera að nýta hádegistímann og huga að heilsunni.  Kl:12:10-13.00.

*Yoga fyrir mýkra stoðkerfi: Þar sem áhersla er lögð á að finna styrkinn í mýktinni.
Kl: 13:10 -14:10.

*Pilates fyrir byrendur:  Hentar öllum sem vilja styrkja sig og mýkja, óháð aldri, kyni eða bakgrunni.
Kl. 18:50-19:50.

Kósý hornið í Yoga Líf

*Yoga fyrir byrendur: Farið vel í grunn yogastöður, öndunaræfingar og slökun. Kl: 20:00-21:00.

Smellið HÉR til að sjá nánari upplýsingar um öll námskeiðin á stundatöflunni.

Já það  er Líf og fjör hjá okkur í Yoga Líf og okkur hlakkar til að halda inn í veturinn með áherslu á heilsu og vellíðan.

11.09.2021

Þann 11. september verður Opið hús hjá okkur í Yoga Líf. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á Facebook með því að smella HÉR

Kennarar Yoga Lífs taka vel á móti þér á opnu húsi. Fríri prufutímar, te, spjall og opnunartilboð. Verið velkomin.