NÁMSKEIÐ

YOGALATES

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ NÁMSKEIÐIN FYRIR YOGALATES

Jógalates er skemmtileg blanda af jóga og pilatesi. Þannig verður til frábært æfingakerfi sem gefur okkur aukinn styrk úr pilatesi og aukinn liðleika úr jóga. Jógalates leggur áherslu á að styrkja miðjuna, maga, rass og bakvöðva, bæta líkamsstöðu, teygja vöðva, tóna líkamann, bæta líkamsstjórn og auka blóðflæði. Æfingarnar eru gerðar í takti við öndunina sem hjálpar til við spennu og streitulosun

PILATES

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ NÁMSKEIÐIN FYRIR PILATES

Um er að ræða góðar styrkjandi og liðkandi æfingar þar sem megináherslan er lögð á að styrkja djúpa vöðvakerfi líkamans ( kjarnvöðvana ). Pilatesæfingar eru gerðar rólega í takt við öndunina, eru mjúkar en samt áhrifaríkar. Pilates er frábært æfingakerfi fyrir stoðkerfið. Auk þess að styrkja líkamann innan frá er Pilates jafnframt góð leið til að liðka og mýkja líkamann, öðlast betri líkamsvitund og líkamsstjórn auk þess sem líkamsstaðan verður betri.

YOGA

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ ÖLL JÓGANÁMSKEIÐIN

Orðið jóga merkir sameining og er þá átt við sameiningu huga, líkama og sálar. Í jóga reynum við að skoða okkur sjálf og auka sjálfsþekkingu okkar. Með því öðlumst við betri jarðtengingu, meiri núvitund og aukna hugarró. Sýnt hefur verið fram á að jóga æfingar, stöður og hugleiðsla auka hæfileika okkar til að einbeita okkur, minnka stress og kvíða. Auk andlegra ávinninga hefur jóga fjölmarga líkamlega ávinninga.

KARLAJÓGA ! smellið HÉR til að sjá nánar
Námskeiðið er ætlað karlmönnum á öllum aldri. Farið er í undirstöðuatriði jógaiðkunar. Með námskeiðinu er stefnt að auknum styrk og liðleika þátttakenda ásamt því að bæta almennt líkamlega og andlega heilsu þeirra. Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu jógastöður, djúpar teygjur, öndun og hugleiðslu. Þá verður góð slökun i lok hvers tíma. Mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu í gegnum jógaflæði. Fyrstu tímarnir verða með hægum takti en hraðinn svo aukinn lítillega þegar líður á námskeiðið.