KOMDU ÞÉR Í GOTT FORM MEÐ OKKUR!
Um er að ræða 5 vikna námskeið þar sem kennt er 2X í viku á mánudögum og miðvikudögum kl. 13:20. Samtals eru þetta 10 skipti sem er samblanda af því besta úr Pilates og Yoga. Kenndir verða 5 Pilatestímar og 5 Yogatímar. Farið er rólega í æfingarnar og vel í grunninn. Þessir tímar eru meðal annars ætlaðir einstaklingum með stoðkerfisvandamál og þeim sem vilja einfaldlega njóta þess að fara sínum hraða og byggja sig upp á mjúkan hátt.
PILATES (5 tímar)
Í Pilates hlutanum er farið vel í grunninn og lögð áhersla á að æfingarnar séu rétt framkvæmdar. Farið mjög rólega af stað og svo byggt rólega ofan á grunninn. Pilates er mjög vinsælt æfingakerfi víða um heim og hentar mjög vel einstaklingum með stoðkerfisvandamál. Æfingarnar eru mjúkar, engin högg eða álag á liði, sinar eða liðbönd. Pilates leggur áherslu á að styrkja vöðva sem vilja veikjast og teygja vöðva sem vilja styttast sem hjálpar þannig til við að halda góðri líkamsstöðu. Lögð er áhersla á að styrkja kjarnvöðvana, djúpa vöðvakerfið, kvið, bak og rassvöðva en þannig verður til náttúrulegt belti utan um hrygginn sem getur hjálpað mjög varðandi verki í baki og hálsi.
MJÚKT HATHA YOGA
(3 tímar) og
YIN & NIDRA ( 2 tímar)
Í Yoga hlutanum er lögð áhersla á að liðka og mýkja liðamót líkamans á sama tíma og líkaminn styrkist og fær aukið jafnvægi. Farið verður í streitulosandi flæði sem styrkir, gefur orku og vellíðan. Í seinni hluta tímans verða gerðar góðar teygjur sem liðka, mýkja og losa um. Tímarnir enda á langri endurnærandi slökun þar sem líkaminn fær að meðtaka og njóta.
Í Yin og Yoga Nidra er tíminn tvískiptur. Í fyrri hlutanum er farið í Yin þar sem er unnið með dýpri vefi líkamans eins og bandvefi, sinar og liðbönd. Hverri stöðu er haldið í lengri tíma oftast 3 til 5 mínútur en þannig eykst liðleiki og hreyfigeta. Í seinni hluta tímans verður farið í Yoga Nidra eða djúpslökun þar sem við hreinsum til í líkamanum, huganum og slálinni. Slökunin er endurnærandi á allan hátt.
Praktísku atriðin:
*Námskeiðið byrjar 18. september.
*Kennt á mánudögum og miðvikudögum kl: 13.20-14.20
*Samtals 10 tímar
*Verð 24.750.- kr.