VOR YOGA & TÓNHEILUN

LÁTTU ÞETTA NÁMSKEIÐ EKKI FRAM HJÁ ÞÉR FARA!

Taktu á móti sumrinu orkumeiri og í betra jafnvægi.

Þriðjudaginn 10. maí ætlum við að halda af stað með glænýtt námskeið þar sem áhersla verður lögð á hreinsun orkustöðva með yndislegu og hreinsandi vor yoga og heilandi tónlist.

Kennt verður 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Námskeiðið verður tvískipt og munu tveir kennarar leiða námskeiðið.

Jóhanna Benediktsdóttir mun vera með annan tíman í vikunni þar sem áhersla verður lögð á streitulosandi yogaflæði og heinsandi yin stöður með mýkt og vellíðan í fyrirrúmi.
Vala Gestsdóttir mun leiða hinn tímann með tónheilun. Tónheilun leiðir þig í hugleiðslu ástand og er kraftmikil heilun fyrir taugakerfið, líkama og sál. Hjálpar þér að hreinsa undirmeðvitundina og losa um stanslausar hugsanir. Í djúpslökun fær líkaminn vinnufrið til að taka við heilun og “rétta sig” af.

Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og verða alls 10 tímar. Seinasti tíminn verður þriðjudaginn 14. júní.

Í hverjum tíma verður tekin fyrir sérstök orkustöð og gerðar æfingar til að opna fyrir og ná jafnvægi á þetta tiltekna svæði í líkamanum. Ef ójafnvægi myndast í  orkustöðvum líkamans eða þær stíflast til dæmis vegna áfalla eða mikils álags getur það með tímanum leitt til veikinda og orkuleysis. Með réttum æfingum og heilun er auðveldlega hægt að opna á þetta flæði og útkoman verður betra jafnvægi, vellíðan og jöfn lífsorka.

Notalegir og hlýlegir tímar þar með mýkt og vellíðan í fyrirrúmi. Komdu og leyfðu þér að eiga notalega stund til að hreinsast, endurnærast og njóta.

  • Námskeiðið byrjar mánudaginn 10. maí og líkur þriðjudaginn 14. júní
  • Verður á þriðju- og fimmtudögum
    frá kl. 18:50-19:50
  • Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
  • Takmarkaður fjöldi.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FARA INN Á VIÐBURÐINN Á FACEBOOK

Smellið á myndina til að versla námskeiðið.
Vala Sólrún Gestsdóttir lærði Tónheilun og hjá Acutonics í Englandi. Vala hefur lokið grunnnámi í svæðanuddi sem og höfuð- og andlitsnuddi hjá Heilsusetri Þórgunnu og áfanga 1 í Heilun hjá Stefaníu S. Ólafsdóttur. Grunnur Völu liggur í tónlist en hún lauk BA prófi í Tónsmíðum og Meistaragráðu, m.mus, í Sköpun, Miðlun og Frumkvöðlastarfi við Tónlistardeild LHÍ. Vala lærði hljóðfræði og hljóðupptökur við SAE Institute í London.
Jóhanna Benediktsdóttir hefur alltaf haft gaman að hreyfingu og er mikill náttúrunandi. Það var svo fyrir um það bil 11 árum sem hún fór að stunda jóga reglulega. Það var strax í fyrsta tímanum sem Jóhanna heillaðist og fann þá töfra sem jóga getur gert bæði fyrir sál og líkama. Haustið 2018 ákvað Jóhanna að taka jógaskrefið lengra og skráði sig í jógakennaranám og útskrifaðist sem jógakennari ári seinna frá Jógastúdíóinu í Reykjavík. Haust 2021 bætti hún við sig Yin jóga kennararéttindum hjá Sólir Yoga og Alicia Casillas.