YANG & YIN Yoga námskeið

LÁTTU ÞETTA NÁMSKEIÐ EKKI FRAM HJÁ ÞÉR FARA!

Taktu á móti aðventunni orkumeiri og í betra jafnvægi til að njóta og gleðjast á þessum dimmasta tíma ársins.

Mánudaginn 1. nóvember ætlum við að halda af stað í ævintýralegt ferðalag þar sem ferðast verður um orkustöðvar líkamanns allt frá “Rótarstöð” upp í “Hvirfilstöð”.

Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og verða alls 10 tímar. Seinasti tíminn verður fimmtudaginn 3. des.

Kennari Jóhanna Benediktsdóttir
Yin&Yang Yogakennari.

Í hverjum tíma verður tekin fyrir sérstök orkustöð og gerðar æfingar til að opna fyrir og ná jafnvægi á þetta tiltekna svæði í líkamanum. Ef ójafnvægi myndast í  orkustöðvum líkamans eða þær stíflast til dæmis vegna áfalla eða mikils álags getur það með tímanum leitt til veikinda og orkuleysis. Með réttum æfingum er auðveldlega hægt að opna á þetta flæði og útkoman verður betra jafnvægi, vellíðan og jöfn lífsorka.

Notalegir kvöldtímar þar sem áhersla verður lögð á streitulosandi yogaflæði og nærandi yin stöður með mýkt og vellíðan í fyrirrúmi. Þáttakendur eru umvafðir kertaljósi, hlýju og yndislegri tónlist. Komdu og leyfðu þér að eiga notalega kvöldstund til að endurnærast og njóta.

  • Námskeiðið byrjar mánudaginn 1. nóv og líkur fimmtudaginn 3. des.
  • Verður á mánudags- og fimmtudagkvöldum
    frá kl. 20-21
  • Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
  • Takmarkaður fjöldi.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FARA INN Á VIÐBURÐINN Á FACEBOOK