YOGA LÍF

Notaleg og hlýleg Yoga og Pilatesstöð
í hjarta Kópavogs

Skoða Stundatöflu

SKRÁNING ER HAFIN FYRIR
Vetur & vor 2026!

Veldu Þinn Pakka

Stundatafla

Yoga Líf Stundatafla

Okkar Námskeið

Yin Yoga

Róleg og djúp teygjuæfing þar sem stellingum er haldið í lengri tíma. Hentar vel til að losa spennu og dýpka slökun.

Opinn tími

Mjúkt Hatha Yoga

Blíðar yoga æfingar sem henta öllum aldurshópum. Fullkomin leið til að byrja daginn eða ljúka honum.

Opinn tími

Pilates

Styrkjandi æfingar fyrir djúpvöðva með áherslu á mitti, mjaðmir og bak. Við bjóðum upp á Pilates 1-4 fyrir mismunandi getu.

60 mín

Hádegis Pilates og Yoga

Frábær blanda af pilates og yoga í hádeginu. Endurnærandi fyrir líkama og sál á miðjum degi.

Blandaðir tímar

Yogalates

Einstök samsuða af yoga og pilates. Byggir upp styrk og sveigjanleika í fullkomnu jafnvægi.

Fyrir byrjendur og lengra komna

Endurnærandi Yoga

Djúpslökun með stuðningi frá bolstrum og teppum. Gefðu þér tíma til að hvílast og endurnærast.

Opinn tími

Herrayoga

Kraftmikið yoga sem hentar sérstaklega vel fyrir karla en allir velkomnir. Byggir upp styrk og sveigjanleika.

60 mín

Kósý Yoga

Notaleg yogastund í rólegheitum. Fullkomin leið til að ljúka deginum og undirbúa sig fyrir góðan nætursvefn.

Opinn tími

UM YOGA LÍF

Yoga Líf er notaleg og hlýleg yoga og pilatesstöð í hjarta Kópavogs. Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið sem henta öllum, óháð aldri eða getu.

Góð heilsa er lykillinn að hamingju og vellíðan. Yoga og Pilates hjálpar þér að samtvinna huga, líkama og sál – gefur þér styrk, sveigjanleika, innri ró og betri jarðtengingu.

Okkar Kennarar

Vilborg Anna Hjaltalín

Vilborg Anna Hjaltalín

Eigandi Yoga Lífs, sjúkraþjálfari og Stott Pilates kennari. Jógakennari með áherslu á að lifa í núinu og vera jarðtengdari.

Áslaug Heiður Cassata

Áslaug Heiður Cassata

Yin yoga sérfræðingur með RYT 200 réttindi. Leggur áherslu á jóga og núvitundarhugleiðslu við úrvinnslu áfalla.

Jóhanna Benediktsdóttir

Jóhanna Benediktsdóttir

Jógakennari með áherslu á mjúkt endurnærandi jóga og Yin yoga. MSc í viðskiptafræði og mikill náttúruunnandi.

Algengar Spurningar

Varðandi opna tíma þá er mikilvægt að skrá sig í tímana inn á Momoyoga appinu til þess að tryggja að það verði tekin frá dýna fyrir þig þar sem það er takmarkað pláss.

Ef þig langar til að vera hluti af okkar yndislega yoga og pilates samfélagi getur þú skráð þig með því að senda okkur skilaboð á messenger eða með því að senda tölvupóst í yogalif@yogalif.is

Við vitum að dagarnir geta verið annasamir – en þó er ómetanlegt að gefa sér tíma fyrir líkama og sál. Með Opna áskriftarkortinu færðu sveigjanleika til að mæta í þá tíma sem henta þér, þegar hentar.

Í hverri viku bjóðum við upp á 6 opna tíma – blöndu af Yoga og Pilates, þannig að þú getur valið það sem nærir þig best hverju sinni. Þú hefur þannig frelsi til að skapa þína eigin rútínu.

Verðið er aðeins 14.500 kr. á mánuði fyrir ótakmarkað aðgengi að opnum tímum.

Við tökum vel á móti bæði nýjum og núverandi Yoga Lífs vinum og hlökkum til að eiga góðar stundir með ykkur á dýninni í haust/vetur. Nánast allir geta iðkað yoga og Pilates þar sem hægt er að fara á sínum eigin hraða og getu í gegnum æfingarnar.

Áskrift á námskeið og alla opna tíma þýðir að áskriftin er rúllandi hvern mánuð. Ef viðkomandi vill hætta í áskrift þá þarf að segja henni upp með því að senda tölvupóst á yogalif@yogalif.is fyrir 15. hvers mánaðar.

Árskort á námskeið og alla opna tíma þýðir að það er binding í eitt ár. Ef viðkomandi vill hætta eftir árið þarf að láta vita með því að senda tölvupóst á yogalif@yogalif.is annars rúllar áskriftin áfram inn í annað ár.

OPNA KORTIÐ þýðir að áskriftin er rúllandi hvern mánuð. Ef viðkomandi vill hætta í áskrift þá þarf að segja henni upp með því að senda tölvupóst á yogalif@yogalif.is fyrir 15. hvers mánaðar.

Hlýjar kærleikskveðjur ❤

Hafið Samband

Heimilisfang

Hlíðarsmári 17
200 Kópavogur

Sími

789-4540

Opnunartími

Mán-Fös: 6:00 - 20:00
Lau-Sun: 7:00 - 18:00