
Hvað er KAP?
KAP er skammstöfun á Kundalini Activation Process.
Þetta er leið til að virkja kundalini orkuna í líkamanum. Það er legið á dýnu á gólfinu með lítilli birtu í klukkustund. Iðkendur eru leiddir í gegnum það hvernig tíminn er uppbyggður og svo er farið í stutta öndun til að lenda á betur á dýnunni. Allan tímann er spiluð tónlist með sérstakri tíðni sem ýtir undir bylgjurnar í lífsorku líkamanns.
Út í gegnum tímann fara kennarar til iðkanda og styðja létt á ákveðna orkupunkta á líkamanum.
KAP & Kraftur
Var stofnað af vinkonunum Birtu og Lísu haustið 2023. Birta er lærður KAP miðlari og Lísa er henni til aðstoðar í orkumiðlun í tímunum. Þær vinkonurnar vinna saman sem ein manneskja í fallegu og krafmiklu flæði sem snýst um að virkja Kundalíni orkuna af mildi og kærleika.
Haust 2025 mun KAP & Kraftur
bjóða upp á tíma á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 í Yogalíf. Í boði verður að kaupa stakan tíma á 6000 kr. eða 10 skipta klippikort á 54.500 kr.
Smellið HÉR til að versla
stakan tíma á 6þkr.
Smellið HÉR til að versla
10 skipta klippikort á 54,5þkr.

Birta sem er lærður KAP miðlari segir frá upphafi
KAPS & Krafts:
“Eftir frábærar og einlægar viðtökur frá fólki fyrsta veturinn okkar saman 2022-2023 var aldrei spurning um annað en að fanga tímana inn undir nafninu KAP & Kraftur. Enda erum við að vinna með frumkraftinn í lífsorku manneskjunnar. Kraftinn sem býr innra með okkur öllum og tengir okkur við orku jarðar og annara lifandi vera.“
“Við Lísa kynntust 6 og 8 ára í sveitinni í Vopnafirði fyrir norðan og við höfum fylgst að síðan. Ég byrjað í KAP 2019 og lærði Kundalini activation aðferðina sumarið 2021. Lísa prófaði KAP í fyrsta
skiptið í febrúar 2020 svona fyrir æskuvinkonu sína sem vildi ekki hætta að tala um ágæti þessara tíma. Til að gera langa sögu stutta þá heillaðsit hún líka af þessari aðferða og hefur stundað KAP síðan. Lísa er ekki lærð Kundalini activation leiðbeinadi en er mjög sterkur orkumiðlari og hefur aðstoðað mig síðan við byrjuðum með Kap & Kraft.“