KENNARAR

Vilborg Anna Hjaltalín

VILBORG ANNA HJALTALÍN

Vilborg Anna er eigandi Yoga Lífs. Hún hefur lengi haft áhuga á heilsurækt og íþróttum. Hún æfði fimleika í mörg ár á sínum yngri árum og dæmdi og kenndi fimleika í nokkur ár eftir að hún hætti að iðka sjálf. Hún lauk námi í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2000 og hefur unnið við sitt fag frá útskrift. Árið 2008 útskrifaðist hún sem Stott Pilates kennari og hefur kennt Pilates síðan þá bæði hér heima og í Noregi þar sem hún bætti við sig kennararéttindum á Pilates reformer. Pilates er frábært æfingakerfi sem styrkir djúpa vöðvakerfið og hefur hún notað Pilates mikið í gegnum starf sitt sem sjúkraþjálfari með mjög góðum árangri á alls kyns líkamlega verki. Vilborg mætti í fyrsta jógatímann sinn í Noregi fyrir 8 árum síðan. Hún varð strax heilluð af jóga og fann fljótt bæði líkamlegan og andlegan ávinning. Auk þess að liðkast, styrkjast og mýkjast fann hún fyrir meiri orku, betra andlegu og líkamlegu jafnvægi auk þess sem yogað hjálpaði til með að lifa í núinu og vera jarðtengdari. Árið 2016 fór hún í jógakennaranám í Jógastúdíó hjá Drífu Atladóttur og útskrifaðist sem jógakennari árið 2017. Hún rekur nú Yoga Líf.

ÁSLAUG HEIÐUR CASSATA

Áslaug byrjaði að iðka jóga árið 2004 og leið ekki langur tími þar til hún var ákveðin í að verða sér úti um kennararéttindi. Það var þó ekki fyrr en haustið 2018 sem úr því varð og kláraði hún RYT 200- réttindi við Iceland Power Yoga undir leiðsögn Alice Riccardi í janúar 2019. Í apríl sama ár lagði hún land undir fót og lauk 70 stunda kennararéttindum í Yin jóga við Insight Yoga Institude undir leiðsögn eiganda stofnunarinnar Sarah Powers. Áslaug leggur nú stund á dýpra Yin jóga nám við stofnunina sem felst í því að vera í stöðugu sambandi við mentor, skila inn verkefnum og mæta í vinnustofur erlendis. Sálarrækt og andleg málefni eru mikilvægur partur af náminu og með tengsl hugar og líkama að leiðarljósi hefur hún lagt áherslu á jóga og núvitundarhugleiðslu við úrvinnslu andlegra og líkamlegra áfalla. Áslaug kenndi Yin jóga hjá Heillandi Hug 2019 til 2020 auk þess að taka að sér einkatíma. Áslaug er einnig þjóðfræðingur að mennt.

Áslaug Heiður Cassata
Jóhanna Benediktsdóttir

JÓHANNA BENEDIKTSDÓTTIR

Jóhanna hefur alltaf haft gaman að hreyfingu og þá aðallega langhlaupi á fullorðinsárum. Það var svo fyrir um það bil 11 árum sem hún fór að stunda jóga. Ástæðan fyrir því að hún fór í fyrsta tímann var sú að hún var farin að finna fyrir álagsmeiðslum í mjöðmum og hnjám eftir langar hlaupaæfingar. Henni fannst því tilvalið að prófa jóga bæði til að auka liðleika og styrk. Það var strax í fyrsta tímanum sem Jóhanna heillaðist og fann þá töfra sem jóga getur gert bæði fyrir sál og líkama. Haustið 2018 ákvað Jóhanna að taka jógaskrefið lengra og skráði sig í jógakennaranám og útskrifaðist sem Jógakennari ári seinna frá Jógastúdíóinu í Reykjavík. Haust 2021 bætti hún við sig Yin jóga kennararéttindum hjá Sólir Yoga og Alicia Casillas. Jóhanna er einnig með MSc gráðu í viðskiptafræði ásamt því að vera snyrtifræðingur og mikill náttúruunnandi.

SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR

Sigrún hafði farið í um að bil fimm jógatíma á átta ára tímabili og þótt það ágætt, þegar hvatvísin varð til þess að hún skráði sig Í 200y jógakennaranám hjá Drífu Atladóttur í Jógastúdíó markmið var að losa um vöðvabólgu, bakverki og komast í splitt og léttast. Þegar náminu lauk var hún laus við vöðvabólgu þyngri (en hraustari) og örlítið nær því að komast í splitt. Hins vegar var hún ástfangin af jóga, töluvert hamingjusamari í lífinu almennt og farin að nýta sér það til að hægja og líða vel. Í framhaldinu sótti Sigrún sér nám í yinyoga og byrjaði að fikta við að kenna jóga og stofnaði Jógafyirtækið RínRún jóga ásamt Katrínu Hrefnu Jóhannsdóttur þar sem hún naut þess að kenna bæði opna tíma og lokuð námskeið ætluð fólki komið yfir sextugt og einstaka sinnum bjórjóga fyri hópa sem óskuðu eftir því. Sigrún er einnig menntaður Leikskólakennari, áhugamanneskja um útivist og heilsu almennt og leggur nú stund á nám í Lýðheilsufræði við Háskóla íslands.

Sigrún Kristjánsdóttir
Valgerður Gísladóttir

VALGERÐUR GÍSLADÓTTIR

Valgerður er grunnskólakennari að mennt. Starfar sem sérkennari í Hofstaðaskóla í Garðabæ. Valgerður lauk 230 stunda jógakennaranámi hjá Drífu Atladóttur í Jógastúdíó árið 2017 og Yoga Nidra kennaranámi hjá Matsyendra Saraswati árið 2019. Valgerður hefur kennt jóga á vinnustöðum og í grunnskólum. Hún byrjaði að stunda jóga árið 2011 hjá Mörthu Ernsdóttur jógakennara eftir að hafa fengið heilablóðfall og fann hvað jóga og hugleiðsla gerði henni gott bæði andlega og líkamlega. Í gegnum hennar eigin iðkun kýs hún að mæta sjálfri sér með mýkt og mildi til að efla líkamlegan og andlegan styrk

HELGA BIRGISDÓTTIR

Haustið 2016 skráði Helga sig, með hóflegar væntingar, á byrjendanámskeið í jóga hjá Drífu Atladóttur með litla hugmynd um að þetta litla skref myndi umturna lífi hennar. Þremur mánuðum eftir að hún hóf jógaferðalag sitt skráði hún sig í kennaranám hjá Jógastúdíó undir leiðsögn Drífu í von um að dýpka iðkun sína og þekkingu án þess endilega að ætla sér að fara að kenna að námi loknu. Í því námi var kafað dýpra í Jógaheimspekina, líffærafræði, jógastöðurnar, hugleiðslu, kennslutækni, uppbyggingu jógatíma og margt fleira. Hún fann fljótt hvernig jógakennslan togaði í sig og ákvað að stefna á að byrja að kenna undir lok náms. Þegar á leið jógaferðalagið fann hún gríðarlegan mun á sér á andlegri og líkamlegri heilsu. Hún fór að prufa sig áfram í ástundun í kröftugri jógaiðkun. Um mitt kennaranám kynntist hún Jóga aðferðafræðinni Baptiste Power Yoga og áður en náminu lauk var hún búin að skrá sig í næsta kennaranám í fyrrnefndri hugmyndafræði undir leiðsögn Alice Riccardi í Iceland Power Yoga. Í því námi var athyglinni beint að kröftugri iðkun, mikilli sjálfskoðun, dýpri skilning á jógastöðum og yin yoga ásamt fleiru. Í lok árs ákvað hún að taka u-beygju í lífinu, hætta störfum í skrifstofuvinnunni og demba sér í Jógakennslu í ársbyrjun 2019. Hún nýtur þess mikið að leiða aðra í gegnum jákvæðar breytingar í sínu lífi með jógaiðkun sem verkfæri. Hennar nálgun í jógakennslu er að mæta hverjum og einum á þeim stað sem hann er í sinni iðkun, hjálpa nemendum að hlusta á sinn líkama ásamt því að skoða mörkin svo hver og einn geti vaxið á sínum forsendum.

Helga Birgisdóttir
Arnbjörg G. Finnbogadóttir

ARNBJÖRG G. FINNBOGADÓTTIR

Yoga hefur alltaf heillað Arnbjörgu og eftir hennar fyrstu kynni var ekki aftur snúið. Jóga er nú fyrir löngu orðið stór partur af lífinu. Hún hefur dvalið á Yogastöðinni Kripalu Center í Bandaríkjunum. Hún lauk Jógakennaranámi frá Jóga Stúdíó árið 1997 R 200. Hún hefur kennt Jóga í Sporthúsinu frá 2012 til lok árs 2019. Hún var Coaching /lífsþjálfi frá ltsnlp London 2006 til 2007. Brautargengi 2005. Hún lauk Svæðameðferðafræði frá Svæðanuddskóla Þórgunnu árið 2000 og NLP Practitioner og Master námi 2002 í undirmeðvitundarfræði ( neuro, linguistic programming ). Hún hefur jafnframt lært Jóga hjá fjölmörgum kennurum eins og Amrid Deasi, Shanti Deasi, Peter Steros, Hugleiðslu og Friðarmiðstöðinni ásamt því að hafa tekið margs konar námskeið i mannlegum samskiptum. Hún lauk LEVITYyOGA R 200 kennaranámi 2018 hjá Peter Sterios, E RYT 500 og James Baily Ryt 500 í Somerset Englandi.

JÓNA DÖGG SVEINSBJÖRNSDÓTTIR

Jóna Dögg hefur alltaf elskað hreyfingu en hún hefur stundað ýmsar íþróttir síðan hún var barn. Meðal annars dans, jazzballet, hlaup, sund, hjólreiðar, lyftingar, box og kickbox, en fyrir örfáum árum fór hún að stunda jóga og hóf kennaranám samfara því. Fyrst lauk hún 200 klst námi hjá Amarayoga í Hafnarfirði vorið 2019. Sama haust fór hún til Barcelona og lauk samtals 75 klst námi í Yoga Trapeze hjá YogaBody og í lok janúar 2020 var hún í 6 vikur hjá Om Shanti Om Yoga Ashram í Rishikesh, Indlandi og lauk þar viðbótar 300 klst námi sem samþykkt er af Yoga Alliance USA. Einnig er Jóna Dögg með kennarréttindi í jóga nidra en hún lærði hjá Matsyendra í ágúst 2020, og í yin fascial yoga sem hún lærði hjá Betu Lisboa í september 2020. Jóna lauk einnig nýverið 30 klst kennaranámskeiði hjá Lucas Rockwood hjá YogaBody í leiðleika þjálfun (Science of stretching / Flexibility Coach Training)

Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir

HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR 

Hrafnhildur hlaut kennsluréttindi í Stott Pilates frá Merrithew Corporation árið 2005, jóga með vottun frá Yoga Alliance árið 2009 og Yoga Nidra frá Amrit Yoga Institute árið 2015. Hrafnhildur er einnig menntuð söngkona, grunnskólakennari, núvitundarkennari og sálgætir. Hún hefur að auki hlotið fjölþætta menntun tengda náttúrulækningum, hugleiðslu, dáleiðslu og heilun.

VALA ÓMARSDÓTTIR

Vala er menntaður Yogakennari frá Jógastúdíó Reykjavíkur og með kennsluréttindi í mat based Pilates frá Future Fit Trainingí London. Hún kynntist fyrst Jóga og Pilates í New York árið 2000 þar sem hún æfði undir leiðsögn Lindu Farrell. Síðan þá hefur hún bæði kennt í London og í Reykjavík m.a. í Baðhúsinu, World Class, Marelybone Dance Studio, Sporthúsinu, Kramhúsinu, Háskóla Íslands, Ballettskóla Eddu Scheving og í Jógastúdíó Reykjavíkur. Hún kennir og hefur umsjón yfir hreyfingu leikara á Leikarabraut, Sviðslistadeildar við Listaháskóla Íslands. 

Vala Ómarsdóttir
María Dalberg

MARÍA DALBERG

María er menntuð leikkona og jógakennari. María kláraði 200 tíma yogakennaranám í Yoga Shala Reykjavík vorið 2013. Hún kláraði 200 tíma jógakennaranám í Baptiste Style Power Yoga og Yin Yoga í janúar 2019. Í beinu framhaldi fór María til New York og bætti við sig Art of Assisting hjá Baptiste Institute. Sumarið 2019 lauk hún Yoga Nidra kennaranámi hjá Jennifer Reis í Yoga Shala Reykjavík.

TINNA GUÐLAUG ÓMARSDÓTTIR

Tinna er menntaður dansari frá Salzburg Experimental Academy of Dance í Austurríki. Hún útskrifaðist þaðan árið 2015 með Diploma gráðu í Dance performance. Samhliða dansnáminu ákvað hún að næla sér í Pilates kennararéttindi í Munich, Þýskalandi, bæði til að styrkja sig og til að auka starfsmöguleika í framtíðinni. Námið heitir BASI Pilates (Body Arts and Science International) og er undir handleiðslu Rael Isacowitz. Tinna flutti heim til Íslands árið 2016 og fór beint í að kenna bæði ballett, nútímadans, skapandi dans og svo Pilates. Tinna hefur því kennt Pilates meira og minna í 6 ár á Íslandi, í Ballettskóla Eddu Scheving, Kramhúsinu, Háskóla Íslands og Hreyfingu heilsulind. Tinna er núverandi nemandi á þjálfarabraut Heilsu- og íþróttafræði við Háskóla Íslands.