NÝTT námskeið hefst þriðjudaginn 2. maí
Við förum aftur af stað með námskeiðið ” Að tengjast líkamanum á ný”.
Námskeiðið er hugsað fyrir konur sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi og eru að glíma við afleiðingar þess.
Hefur þú mögulega misst tengingu við sjálfan þig vegna áfalla í lífinu? Átt þú erfitt með að taka ákvarðnir og getur illa greint eða skilið eigin líðan? Ef svarið er “Já” þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig.
Þegar við verðum fyrir slíkum áföllum fer taugakerfið í varnarstöðu og spenna safnast upp. Oft á tíðum er eins og við aftengjumst líkamanum en það er ein leið taugakerfisins til að vernda okkur frá hættu.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 2. maí og stendur yfir í 6 vikur. Kennt verður 1x í viku á þriðjudagskvöldum kl. 20:15-21:30.
Á námskeiðinu verður skoðaður sá möguleiki á að tengjast líkama okkar á heilbrigðan og öruggan hátt. Í gegnum yin yoga, hugleiðslu og slökun. Með það að markmiði að nemendur geta smám saman sefað taugakerfið og fundið innri ró. Í tímunum verður lögð áhersla á öruggt umhverfi og einstaklingsmiðaða nálgun og er fjöldi þátttakenda því takmarkaður en miðað er við að hámarki 12 nemendur.
Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér skriffæri og dagbók/blöð.
Notalegir kvöldtímar þar sem áhersla verður lögð á nærandi yin stöður þar sem mýkt, slökun og vellíðan er höfð í fyrirrúmi. Þáttakendur eru umvafðir kertaljósi, hlýju og eru í öruggu umhverfi. Komdu og leyfðu þér að eiga notalega kvöldstund til að tengjast betur sjálfri þér, endurnærast og njóta.
Nokkrar tilvitnanir frá þátttakendum af fyrra námskeiði:
„Ég var umvafin ást, öryggi, hlýju og ógleymalegri fræðslu. Takk fyrir mig.“
„Það er auðveldara að anda eftir tímann.“
„Ég skil betur hvað er að gerast í líkamanum.“
PRAKTÍSKU ATRIÐIN
- Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 2. maí og líkur þriðjudaginn 6. júní.
- Verður á þriðjudagskvöldum
frá kl. 20:15-21:30 - Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
- Takmarkaður fjöldi.
- Verð: 24.500-