Herra jóga
Verður á þriðjudagskvöldum
frá kl. 20:00-21:15. Námskeiðið er rúllandi sem þýðir að hægt er að skrá sig á það hvenær sem er mánuð fyrir mánuð.
Þessar kvöldstundir eru hugsaðar sem þægilegt og öruggt rými fyrir karla að koma saman með það að markmiði að liðka og mýkja upp líkamann. Áhersla lögð á að losa um uppsafnaða streitu og þreytu í vöðvum og liðum.
Námskeiðið er ætlað karlmönnum á öllum aldri. Farið er í undirstöðuatriði jógaiðkunar og stefnt er að því að ná fram auknum styrk og liðleika ásamt því að bæta almennt líkamlega og andlega heilsu.
Farið verður í gegnum helstu jógastöður, djúpar teygjur, öndun og hugleiðslu. Þá verður góð slökun i lokinn. Mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu í gegnum jógaflæði.
Fyrstu tímarnir verða með hægum takti en hraðinn svo aukinn lítillega þegar líður á námskeiðið.
Praktísku atriðin:
- Námskeiðið er á þriðjudagskvöldum frá kl. 20-21:15 (75 mínútur).
- Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
- Takmarkaður fjöldi.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FARA INN Á VIÐBURÐINN Á FACEBOOK