YOGA & PILATES 55+

EF ÞÚ ERT KONA Á BESTA ALDRI ÞÁ SKALTU EKKI LÁTA ÞETTA FRAM HJÁ ÞÉR FARA!

Í vetur ætlum við að bjóða upp á þá nýung að konur 55+ hafa þann möguleika að kaupa sér bæði inn á námskeið í Pilates og Yoga, eða 50/50. Valið stendur þá um að kaupa sér námskeið í Pilates eða Yoga en einnig verður í boði að tvískipa og mæta þá í helming af tímunum í Pilates og hinn helminginn í Yoga. Með því móti er hægt að njóta þess að styrkja sig í Pilates og koma svo inn í mýktina í Yoga. Sem sagt fá það besta úr báðu.

Í Pilates tímunum fyrir 55+ verða gerðar mjúkar en styrkjandi æfingar með áherslu á djúpa vöðvakerfið, kvið, bak og rassvöðva. Áhersla er lögð á að styrkja vöðva sem vilja veikjast og teygja vöðva sem vilja styttast en þannig getum við viðhaldið betri líkamsstöðu þar sem álag á liði, liðbönd og sinar er sem minnst.Í tímunum er einnig unnið með jafnvægið sem mikilvægt er að viðhalda eins og kostur er út ævina. Hver tími endar svo á góðum teygjum, hugleiðslu og slökun.


Í Yoga tímunum fyrir 55+ verður dekrað við sál, huga og líkama. Notast verður við mjúkt Hatha í bland við Yin yoga og djúpa öndun sem hjálpar til við að losa um streitu, þreytu og sífni á mildan hátt og á sama tíma eykst hugarró og núvitund. Yogastöðurnar henta öllum jafnt byrjendum sem og lengra komnum þar sem hver og ein mætir sér á dýnunni þar sem hún er stödd hverju sinni. Tímarnir enda á djúpslökun þar sem líkaminn fær tíma til að meðtaka og hámarka endurheimt.

PRAKTÍSKU ATRIÐIN

  • Pilates námskeiðið byrjar þriðjudaginn 6. september og Yoga námskeiðið þriðjudaginn 13. september. Þau standa yfir í 4 vikur.
  • Verða kennd á þriðju- og fimmtudögum. Pilates frá kl. 11-12 fh. og Yoga frá kl. 14-15 eh.
  • Hægt að kaupa annað námskeiðið eða 50/50 Pilates og Yoga.
  • Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
  • Takmarkaður fjöldi.
  • Verð 19.800 kr. og innifalið í verði er aðgangur í alla opna tíma stöðvarinnar.
Dekraðu við þig í haust og komdu og vertu með okkur í Pilates eða Yoga … já eða bæði!

Vilborg Anna Hjaltalín mun leiða
Pilates námskeiðið fyrir 55+
Jóhanna Benediktsdóttir mun leiða Yoga námskeiðið fyrir 55+.