PILATES

  • Pilates fyrir byrjendur
    Námskeið þar sem farið er vel í grunninn og tæknina á Pilatesæfingakerfinu. Farið er í grunnreglurnar 5 í Pilates og byggður upp góður grunnur svo auðveldara sé að byggja upp á grunninn og halda áfram með erfiðari æfingar eftir námskeiðið. Hentar nánast öllum óháð aldri, kyni eða bakgrunni.
    Kennari: Sigríður Sigurjónsdóttir

  • Pilates 1
    Gott framhald af námskeiðinu “Pilates fyrir byrjendur”. Hér eru kenndar fleiri æfingar og byggt upp á þann grunn sem nemendur hafa lært á byrjendanámskeiðinu. Auðvelt að stjórna álaginu vel sjálfur því oft eru kenndar mismunandi útfærslur af hverri æfingu og nemandi getur valið sitt erfiðleikastig.
    Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín

  • Pilates 2
     Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru komnir með góðan grunn í Pilates og eru tilbúnir að taka Pilatesæfingar með góðu kraftmiklu flæði.
    Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín
  • Hádegis Pilates og Yoga
    50 mínútna tímar þar sem unnið er vel með djúpvöðvakerfi líkamans, kvið, bak og rassvöðva. Æfingarnar gefa betri líkamsstöðu, tóna líkamann, teygja stutta vöðva, bætir líkamsstjórn og eykur blóðflæði. Tæimarnir enda á góðum yogateygjum og slökun. Upplagt að nýta hádegishléið og skella sér í hádegistímana.
    Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín

  • Pilates fyrir betra stoðkerfi
    Rólegar og mjúkar Pilatesæfingar ætlaðar einstaklingum sem glíma við stoðkerfisvandamál. Pilatesæfingar eru góðar styrkjandi æfingar með áherslu á djúpa vöðvakerfi líkamans. Þær liðka og styrkja líkamann, bæta líkamsstöðu og líkamsvitund. Æfingarnar eru mjúkar en áhrifaríkar, högg á liði, sinar og liðbönd er lítið. Langflestir þola Pilates æfingar, þær henta langflestum enda er oft hægt að gera æfingarnar í nokkrum útfærslum þannig að nemandi getur gert þá útfærslu sem hentar hans getustigi. Í æfingunum er lögð áherslu á önduní æfingunum sem getur hjálpað til við spennu og streitulosun.
    Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín