POWER PILATES

Nýtt 4 vikna námskeið í Power Pilates. Námskeiðið er rúllandi og hægt að skrá sig á það hvernær sem er.
Það er ætlað konum jafnt sem körlum, byrjendum og aðeins lengra komnum. Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í Pilates.

Power Pilates eru kröftugar Pilates æfingar í góðu flæði ásamt öðrum styrktaræfingum. Unnið er með alla vöðva líkamans með áherslu á djúpvöðvakerfið, kvið, bak og rassvöðva. Æfingarnar auka styrk, liðleika og líkamsvitund auk þess sem þær bæta líkamsstöðu. Kennd er rétt beiting öndunar til að ná enn betri tengingu við djúpvöðva ásamt því sem djúp og góð öndun hjálpar til við að losa um streitu og getur bætt einbeitingu. Þetta námskeið hentar vel þeim sem eru til í kröftugar æfingar með góðu flæði og langar að ná góðum árangri hvað varðar styrk og liðleika en þó á mjúkan hátt.

Kennt er 2X í viku á mánudögum og fimmtudögum klukkan 20.00 til 21.00. En jafnframt býðst þátttakendum að nýta sér opna tíma meðan á námskeiðinu stendur.

Verð námskeiðs 19.200 krónur og fer skráning fram með því að senda skilaboð á fésbókinni eða senda tölvupóst í yogalif@yogalif.is.

Smellið hér til að fara inn á viðburðinn á Facebook.