YOGA

  • Mjúkt Hatha yoga
    Er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum. Ef þú ert stirð/ur eða með verki í liðum og stoðkerfi gæti þetta verið rétta námskeiðið fyrir þig. Áhersla er lögð á að liðka og mýkja stærstu liðamót líkamans, hryggjasúlu, mjaðmir, axlir, háls og hné . Áhersla lögð á mýkt, hlusta á líkamann og streitulosandi flæði sem mýkir, gefur orku og vellíðan. Tímarnir enda á langri og góðri slökun þar sem líkaminn fær að meðtaka og njóta.
    Tímarnir eru kenndir mánudaga og miðvikudaga klukkan 18.50
    Kennarar námskeiðs eru Arnbjörg Finnbogadóttir og Valgerður Gísladóttir
  • Yin Yoga og núvitund
    Þessir tímar eru opnir. En í Yin jóga er unnið með dýpri vefi líkamans eins og bandvefi, sinar og liðbönd. Hverri stöðu er haldið í nokkurn tíma oftast 3 til 5 mínútur og þannig eykst liðleiki okkar og hreyfigeta. Á námskeiðinu eru kenndar grunnstöður Yin jóga ásamt útfærslum af þeim. Við fræðumst um Yin jóga, hver ávinningur þess er og hvernig það er frábrugðið Yang jóga. Farið verður yfir orkubrautir líkamans og líffæri sem tilheyra hverri braut og tengsl þeirra við andlega og líkamlega heilsu. Yin jóga hentar vel til að æfa og vera í núvitund og mun hver tími hefjast á öndun og hugleiðslu. Með núvitund munum við skoða líkamleg og tilfinningaleg mörk okkar og læra að virða þau, ekki bara á dýnunni heldur líka almennt. Námskeiðið hentar bæði byrjendum svo og lengra komnum. Tímarnir eru á miðvikudagskvöldum kl. 20.00.
    Áslaug Heiður Cassata leiðir tímann.

  • Kósý & kertjaljós / mjúkt yogaflæði og teygjur
    Er opinn tími og hentar öllum þeim sem vilja ná góðri tengingu við sjálfan sig í gegnum yogaflæði, stöður og teygjur. Tímarnir byrja í stuttri hugleiðslu og öndun. Þar á eftir eru streitulosandi flæði og jafnvægisstöður og endað er í góðum teygjum og langri djúpslökun. Frábærir tímar fyrir svefninn og til að ná jafnvægi milli hugar og líkama. Kennt er á þriðjudagskvöldum kl. 20.00. Jóhanna Benediktsdóttir leiðir tímann.

  • Herrayoga
    Námskeiðið er ætlað karlmönnum á öllum aldri. Farið er í undirstöðuatriði jógaiðkunar. Með námskeiðinu er stefnt að auknum styrk og liðleika þátttakenda ásamt því að bæta almennt líkamlega og andlega heilsu þeirra. Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu jógastöður, djúpar teygjur, öndun og hugleiðslu. Þá verður góð slökun i lok hvers tíma. Mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu í gegnum jógaflæði. Fyrstu tímarnir verða með hægum takti en hraðinn svo aukinn lítillega þegar líður á námskeiðið. Tímarnir eru kenndir á mánudagskvöldum klukkan 20.00.
    Kennari námskeiðs er Valgerður Gísladóttir.

  • Yoga 55 plús
    Hér er farið rólega í yogaæfingarnar, mjúkir notalegir Hatha yogatímar þar sem farið er rólega í yogastöðurnar, gerðar öndunaræfingar, jafnvægisæfingar og mjúkar og góðar teygjur. Tímarnir enda á endurnærandi hugleiðslu og slökun. Tímarnir eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum klukkan 10.30
    Kennarar námskeiðs eru Vilborg Anna Hjaltalín og Vala Ómarsdóttir