YOGA

  • Yoga fyrir byrjendur
    Er námskeið ætlað byrjendum og aðeins lengra komnum sem vilja fara dýpra í grunnstöður jóga. Á námskeiðinu er farið vel í grunn jógastöður, öndunaræfingar og slökun. Á námskeiðinu lærum við að rækta huga líkama og sál á sama tíma. Þátttakendur læra grunnstöðurnar vel og ættu að vera velundirbúnir fyrir opna jógatíma eftir námskeiðið. Á byrjendanámskeiði gefst þátttakendu líka betur færi á að fá ráðleggingar og leiðbeiningar hjá kennara en í opnum tímum.
    Kennari: Jóhanna Benediktsdóttir
  • Mjúkt Hatha yoga
    Er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum. Ef þú ert stirð/ur eða með verki í liðum og stoðkerfi gæti þetta verið rétta námskeiðið fyrir þig. Áhersla er lögð á að liðka og mýkja stærstu liðamót líkamans, hryggjasúlu, mjaðmir, axlir, háls og hné . Áhersla lögð á mýkt, hlusta á líkamann og streitulosandi flæði sem mýkir, gefur orku og vellíðan. Tímarnir enda á langri og góðri slökunþar sem líkaminn fær að meðtaka og njóta.
    Kennari: Jóhanna Benediktsdóttir
  • Yin Yoga og núvitund
    Í Yin jóga er unnið með dýpri vefi líkamans eins og bandvefi, sinar og liðbönd. Hverri stöðu er haldið í nokkurn tíma oftast 3 til 5 mínútur og þannig eykst liðleiki okkar og hreyfigeta. Á námskeiðinu eru kenndar grunnstöður Yin jóga ásamt útfærslum af þeim. Við fræðumst um Yin jóga, hver ávinningur þess er og hvernig það er frábrugðið Yang jóga. Farið verður yfir orkubrautir líkamans og líffæri sem tilheyra hverri braut og tengsl þeirra við andlega og líkamlega heilsu. Yin jóga hentar vel til að æfa og vera í núvitund og mun hver tími hefjast á öndun og hugleiðslu. Með núvitund munum við skoða líkamleg og tilfinningaleg mörk okkar og læra að virða þau, ekki bara á dýnunni heldur líka almennt. Námskeiðið hentar bæði byrjendum svo og lengra komnum.
    Kennari: Áslaug Heiður Cassata

  • Yoga með Arnbjörgu
    Hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Um er að ræða mjúka nærandi jógatíma sem geta unnið gegn þreytu, verkjum, kvíða og orkuleysi. Þessir tímar hafa fallið í góðan jarðveg. Um er að ræða blöndu af notalegu Hatha yoga, Kripalu yoga og LEVITYYoGA, jóga eftir getu hvers og eins. Góð blanda af mýkjandi æfingum, teygjum, hugleiðslu og góðri slökun. Uppbygging á líkama og sál. Jógaæfingar eru góðar fyrir taugakerfið, svefninn, ónæmis og innkirtlakerfið og margt fleira. Hugleiðslan hjálpar til við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur. Góð slökun í lok hvers tíma er nauðsynleg og endurnýjar allt kerfið.
  • Kennari Arnbjörg G. Finnbogadóttir