YOGALATES

 • YOGALATES FYRIR BETRA STOÐKERFI
  Er 4 vikna námskeið sniðið að einstaklingum með vefjagigt eða önnur stoðkerfisvandamál. Blandað er saman jóga og pilates. Farið er rólega af stað, fari vel í grunninn og tímarnir byggðir upp hægt og rólega. Pilates og jóga er góð hreyfing fyrir einstaklinga með vefjagigt. Um er að ræða liðkandi og styrkjandi æfingar þar sem högg á liði,sinar og liðbönd er lítið. Lögð er áhersla á að styrkja djúpa vöðvakerfið, kvið, bak og rassvöðva sem er nauðsynlegt til að auka stuðning við hrygg og háls sem gefur þannig betri líkamsstöðu og minnkar álag á líkamann. Tímarnir enda á góðri hugleiðslu og slökun.

  Að námskeiði loknu er mögulegt að færa sig yfir í Vefjagigt framhald þar sem hægt er að byggja upp á þann grunn sem hefur náðst í grunnnámskeiðinu.
  Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín
 • YOGALATES FYRIR BETRA STOÐKERFI ( framhald )
  Er námskeið sem ætlað er einstaklingum með vefjagigt eða önnur stoðkerfisvandamál. Þetta námskeið er ætlað sem framhaldsnámskeið eftir grunninn. Byggt er upp á þann grunn sem nemendur hafa fengið eftir vefjagigt grunnur, æfingarnar gerðar í aðeins meira flæði og erfiðleikastig aukið hægt og rólega en þó er námskeiðið mjög aðgengilegt og auðvelt að stýra sjálfur álagi þar sem oft eru gerðar æfingar þar sem boðið er upp á mismunandi útfærslur.
  Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín
Yogalates 1 er á þriðju- & fimmtudögum kl. 17:40-18:40.
 • YOGALATES 1
  Skemmtileg blanda af jóga og pilates. Frábært æfingakerfi sem gefur okkur styrk úr pilates og liðleika úr jóga. Lögð áhersla á að styrkja djúpvöðvakerfi líkamans, kvið, bak og rassvöðva sem gefur okkur góðan stuðning við hrygginn. Yogalates gefur betri líkamsstöðu, tónar líkamann, teygir stutta vöðva, bætir líkamsstjórn og eykur blóðflæði. Námskeiðið er ætlað byrjendum og aðeins lengra komnum.
  Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín

 • YOGALATES 2
  Námskeið sem er ætlað þeim sem eru komnir með grunn í jóga og pilates. Byggt er upp á grunninn. Æfingarnar gerðar í kraftmiklu og góðu flæði. Unnið vel með styrk og liðleika. Mikil fjölbreytni í tímum því mismunandi er hvort tíminn sé meira jóga miðaður, pilates miðaður eða bara alveg blanda af jóga og pilates.
  Kennari: Vilborg Anna Hjaltalín